Manchester City hefur áhuga á Douglas Luiz - Neymar er á leið heim í Santos - Chelsea er með 40 milljóna punda verðmiða á Trevoh Chalobah.
   fim 12. desember 2024 14:40
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Liverpool sækir ungan leikmann frá Man City
Lucas Clarke.
Lucas Clarke.
Mynd: Liverpool
Liverpool hefur krækt í Lucas Clarke, 16 ára gamlan leikmann, sem kemur frá Manchester City.

Clarke er örvfættur miðvörður sem mun koma inn í U16 liðið hjá Liverpool fyrst um sinn.

Liverpool er því að halda áfram að sækja unga leikmenn frá öðrum stórum félögum. Síðastliðið sumar fékk Liverpool hinn efnilega Rio Ngumoha frá Chelsea.

Það pirraði Chelsea afar mikið að Ngumoha fór yfir en á ákveðnum tímapunkti var njósnurum frá Liverpool bannað að mæta á leiki hjá unglingaliðum Chelsea.

Clarke sagði frá skiptunum sjálfur á Instagram og skrifaði við mynd: „Ég er hæstánægður að hafa skrifað undir hjá Liverpool. Ég get ekki beðið eftir því að byrja."

Það hefur virkað vel fyrir Liverpool á síðustu árum að sækja unga leikmenn úr öðrum félögum; Ben Doak kom frá Celtic, Stefan Bajcetic frá Celta Vigo og Bobby Clark frá Newcastle. Sá síðastnefndi var seldur til Red Bull Salzburg fyrir 10 milljónir punda og hinir tveir hafa verið í kringum aðallið Liverpool.
Athugasemdir
banner
banner