Haaland, Toney, Gomes, Diomande, Gyokeres, Southgate, O'Neil, De Zerbi og fleiri góðir í slúðri dagsins
   lau 13. janúar 2018 16:35
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Byrjunarlið Spurs og Everton: Gylfi, Rooney, Bolasie og Tosun
Gylfi byrjar gegn sínum gömlu félögum.
Gylfi byrjar gegn sínum gömlu félögum.
Mynd: Getty Images
Gylfi Þór Sigurðsson, Cenk Tosun og Wayne Rooney byrja allir hjá Everton sem mætir Tottenham á eftir.

Tosun gekk í raðir Everton fyrir nokkrum dögum, frá Besiktas fyrir 27 milljónir punda. Hann á að sjá um að skora mörkin og Gylfi fær það verkefni að aðstoða hann.

Eigandi Everton, Fahrad Moshiri, hefur talað um að Everton hafi nú sína útgáfu af "Fab Four" eins og Liverpool hafði. „Núna erum við ánægðir með Cenk Tosun sem brennidepil í sóknarleiknum, Bolasie er að snúa aftur, Sigurðsson, Rooney - við erum með okkar eigin útgáfu af Fab Four!" sagði Moshiri á dögunum.

Sjá einnig:
Segir Gylfa, Tosun, Rooney og Bolasie vera "Fab Four"

Það verður spennandi að sjá hvernig nýrri sóknarlínu Everton tekst upp gegn Tottenham í dag.

Tottenham teflir fram mjög sterku liði. Harry Kane, Dele Alli, Son Heung-Min og Christian Eriksen byrja allir hjá heimamönnum.

Byrjunarlið Tottenham: Lloris, Aurier, Sanchez, Vertonghen, Davies, Dier, Dembele, Eriksen, Son, Alli, Kane.
(Varamenn: Vorm, Trippier, Walker-Peters, Wanyama, Sissoko, Lamela, Llorente)

Byrjunarlið Everton: Pickford, Kenny, Holgate, Jagielka, Martina, McCarthy, Gueye, Bolasie, Rooney, Sigurdsson, Tosun.
(Varamenn:Schneiderlin, Williams, Lennon, Niasse, Calvert-Lewin, Lookman, Robles)






Athugasemdir
banner
banner
banner
banner