lau 13. janúar 2018 16:56
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
England: Þriðja 0-0 jafntefli Chelsea í röð - Palace vann Burnley
Það gengur ekki vel hjá Chelsea þessa daganna.
Það gengur ekki vel hjá Chelsea þessa daganna.
Mynd: Getty Images
Sako tryggði Crystal Palace sigur.
Sako tryggði Crystal Palace sigur.
Mynd: Getty Images
Starf Pellegrino er í hættu.
Starf Pellegrino er í hættu.
Mynd: Getty Images
Englandsmeistarar síðustu tveggja tímabila Chelsea og Leicester mættust á Brúnni í Lundúnum í dag.

Vandræði Chelsea halda áfram. Leicester var betra liðið í dag og var óheppið að vinna ekki þrátt fyrir að vera einum færri síðustu 20 mínúturnar. Lokatölurnar í þessum leik voru 0-0.

Þetta er fjórða jafntefli Chelsea í röð og þriðji leikurinn í röð hjá þeim bláu sem endar 0-0.

Komin er pressa á Antonio Conte og enskir fjölmiðlar segja að Roman Abramovich, eigandi Chelsea, sé nú þegar farinn að skoða mögulega arftaka fyrir þann ítalska.

Chelsea er í þriðja sæti deildarinnar með 47 stig en Leicester situr í áttunda sætinu og er með 31 stig.

Jóhann Berg Guðmundsson og félagar í Burnley þurftu að sætta sig við tap gegn Crystal Palace sem heldur áfram að klifra upp töfluna. Jóhann Berg spilaði 85 mínútur í dag.

Burnley var í Meistaradeildarsæti fyrir nokkrum vikum en er nú 10 stigum frá því. Palace er í 12. sæti.

West Ham komst aftur á sigurbraut með sannfærandi sigri á Huddersfield, Newcastle og Swansea skildu jöfn, Watford og Southampton gerðu það sama og West Brom vann Brighton.

Talið er að Mauricio Pellegrino, stjóri Southampton, verði næsti stjórinn í ensku úrvalsdeildinni sem fái að taka pokann sinn.

Chelsea 0 - 0 Leicester City
Rautt spjald: Ben Chilwell, Leicester City ('68)

Crystal Palace 1 - 0 Burnley
1-0 Bakary Sako ('21 )

Huddersfield 1 - 4 West Ham
0-1 Mark Noble ('25 )
1-1 Joe Lolley ('40 )
1-2 Marko Arnautovic ('46 )
1-3 Manuel Lanzini ('56 )
1-4 Manuel Lanzini ('61 )

Newcastle 1 - 1 Swansea
0-1 Jordan Ayew ('60 )
1-1 Joselu ('68 )

Watford 2 - 2 Southampton
0-1 James Ward-Prowse ('20 )
0-2 James Ward-Prowse ('44 )
1-2 Andre Gray ('58 )
2-2 Abdoulaye Doucoure ('90 )

West Brom 2 - 0 Brighton
1-0 Jonny Evans ('4 )
2-0 Craig Dawson ('55 )

Leikur Tottenham og Everton á Wembley hefst 17:30. Byrjunarliðin þar eru klár. Hægt er að skoða byrjunarliðin hérna



Athugasemdir
banner
banner
banner
banner