Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   lau 13. janúar 2018 15:31
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Klopp: Gat ekki sagt að Man Utd væri mitt félag
Klopp viðurkennir áhuga frá Manchester United.
Klopp viðurkennir áhuga frá Manchester United.
Mynd: Getty Images
Jurgen Klopp hefur viðurkennt að hann hafi hafnað tækifæri á að taka við Manchester United af David Moyes á sínum tíma.

Klopp var eftirsóttur eftir að hafa náð mögnuðum árangri með Borussia Dortmund. Manchester United vildi ráða hann eftir að Moyes var rekinn en United endaði á því að ráð Louis van Gaal.

Í bók sem Þjóðverjinn Raphael Honigstein skrifaði um Klopp segir að Ed Woodward, framkvæmdastjóri United, hafi flogið til Þýskalands til að sannfæra Klopp um að taka við rauðu djöflunum, hann hafi m.a. sagt að „Old Trafford væri eins og Disneyland". Klopp féll ekki fyrir söluræðunni og er í dag stjóri Liverpool.

„Já, það var áhugi frá Manchester United," staðfestir Klopp í samtali við Phil Thompson hjá Sky Sports.

„Það var eitthvað sem var ekki rétt við þetta. Ég gat ekki sagt að Man United væri mitt félag, ég gat ekki gert það."
Athugasemdir
banner
banner
banner