lau 13. janúar 2018 12:47
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Mourinho hættur að rífast við Conte: Ég særði hann
Mynd: Getty Images
Jose Mourinho, stjóri Manchester United, er hættur að skjóta á kollega sinn hjá Chelsea, Antonio Conte.

Þeir hafa verið að skiptast á að skjóta á hvorn annan á fréttamannafundum að undanförnu. Einhverjir telja Mourinho hafa farið yfir strikið þegar hann sagðist aldrei hafa verið dæmdur í bann fyrir leikjahagræðingu.

Þar vísaði hann til þess þegar Conte var dæmdur í fjögurra mánaða bann fyrir hagræðingu úrslita en var síðan í kjölfarið hreinsaður af allri sök í málinu.

Eftir þau ummæli sagði Conte að Mourninho væri „lítill maður" og að hann myndi ekki gleyma því sem sagt hefur verið.

Nú hefur Mourinho grafið stríðsöxina.

„Þegar hann móðgaði mig í fyrsta sinn þá svaraði ég og særði hann," sagði Mourinho.

„Svo móðgaði hann mig aftur en núna breyti ég til. Þetta er búið, þessari sögu er lokið."
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner