Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   lau 13. janúar 2018 18:30
Ingólfur Stefánsson
Wenger hefur ekki áhyggjur af markaþurrð Lacazette
Mynd: Getty Images
Alexander Lacazette framherji Arsenal hefur nú spilað næstum 10 klukkustundir af fótbolta án þess að skora mark. Arsene Wenger viðurkennir að þetta hafi áhrif á sjálfstraust leikmannsins en segist þó ekki hafa áhyggjur.

Lacazette byrjaði vel hjá Arsenal eftir að hafa gengið til liðs við félagið á 50 milljónir punda frá Lyon í Frakklandi. Leikmaðurinn skoraði 4 mörk í fyrstu 6 leikjum sínum fyrir liðið.

„Þetta hefur áhrif á hann en ég hef ekki áhyggjur" sagði Wenger.

„Hann var ekki upp á sitt besta fyrir leikinn gegn Chelsea á miðvikudag og náði sér þess vegna ekki á strik en hann var einnig mjög einmanna upp á topp."

„Hann mun koma til baka og byrja að skora mörk, ég hef ekki áhyggjur af því en þetta er pirrandi fyrir hann í augnablikinu."


Arsenal heimsækir Bournemouth á morgun í fyrsta skipti á tímabilinu. Liðin mættust í rosalegum leik á síðasta tímabili sem endaði með 3-3 jafntefli en Bournemouth náði þriggja marka forskoti í leiknum.

Bournemouth eru í 16. sæti deildarinnar í augnablikin og hafa einungis unnið einn af síðustu tíu leikjum. Wenger býst þó við hörkuleik.

„Þeir eru að eiga í aðeins meiri erfiðleikum á þessu tímabili en þeir geta unnið hvaða lið sem er. Deildin skiptist í tvennt í augnablikinu, liðin sem eru að berjast fyrir Meistaradeildarsæti og liðin sem eru að forðast fall. Á meðan staðan er svona er hver einasti leikur eins og bikarleikur."
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner