Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   lau 13. janúar 2018 13:17
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Heimild: Guardian 
Wenger orðinn svartsýnn á að Sanchez verði áfram
Mun Sanchez kveðja Arsenal á næstu dögum?
Mun Sanchez kveðja Arsenal á næstu dögum?
Mynd: Getty Images
Arsene Wenger, stjóri Arsenal, virðist vera búinn að gefast upp á því að halda Alexis Sanchez hjá félaginu.

Samningur Sanchez er að renna út eftir nokkra mánuði og tónninn í Wenger er öðruvísi núna en fyrir nokkrum dögum. Wenger segir það líklegt að Sanchez skrifi ekki undir nýjan samning.

„Það lítur út fyrir það að Sanchez muni ekki skrifa undir nýjan samning," sagði Wenger við blaðamenn.

Wenger er þó bjartsýnn á að Mesut Özil og Jack Wilshere verði áfram í herbúðum Lundúnaliðsins.

„Já, það er enn möguleiki á að hann verði áfram," sagði Wenger um Özil. „Við viljum halda Jack (Wilshere) og Özil. Ef það tekst þurfum við ekki að byggja eins mikið upp aftur."

Sanchez hefur verið orðaður við bæði Manchester-liðin og í slúðurpakkanum í morgun var hann orðaður við Chelsea
Athugasemdir
banner
banner
banner