Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mið 13. janúar 2021 21:56
Aksentije Milisic
Frakkland: Fyrsti titill Pochettinho í hús
Mynd: Getty Images
PSG 2-1 Marseille
1-0 Mauro Icardi ('39)
2-0 Neymar - Víti ('86)
2-1 Dimitri Payet ('89)

PSG og Marseille áttust við í kvöld í franska Ofurbikarnum. Marseille endaði í 2. sæti deildarinnar á síðustu leiktíð og spilaði því þennan leik en PSG vann allt sem í boði var í Frakklandi.

Leikið var á Bollaert-Delelis og það var PSG sem tók bikarinn enn eitt árið.

Argentínumaðurinn Mauro Icardi kom heimamönnum yfir á 39. mínútu og staðan var 1-0 þegar flautað var til leikhlés.

Þetta var lengi vel eina mark leiksins en á 84. mínútu braut Yohann Pele á Mauro Icardi innan vítateigs og vítaspyrna dæmd.

Brasilíumaðurinn Neymar, sem var aftur mættur á völlinn eftir meiðsli, steig á punktinn og skoraði. Marseille gafst þó ekki upp og Dimitri Payet náði að minnka muninn þegar ein mínúta var eftir af venjulegum leiktíma.

Nær komst Marseille ekki og því fyrsti titilll Mauricio Pochettino með PSG kominn í hús.
Athugasemdir
banner
banner
banner