Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   mið 13. janúar 2021 21:30
Aksentije Milisic
Sterling gengur illa á punktinum - Þriðja klúðrið í röð
Yfir.
Yfir.
Mynd: Getty Images
Raheem Sterling, leikmaður Manchester City, fékk það verkefni að taka vítaspyrnu City gegn Brighton í kvöld en brotið var á Kevin De Bruyne, fyrirliða liðsins.

Staðan var 1-0 fyrir City þegar liðið fékk vítaspyrnu í uppbótartíma. Sterling steig á punktinn en skaut vel yfir markið. Mjög slæm spyrna hjá Sterling.

Hann hefur nú klúðrað þremur vítaspyrnum í röð og er fyrsti leikmaður sem gerir það síðan árið 2017.

Saido Berahino klúðraði þremur vítaspyrnum í röð á tímabilinu apríl 2016 og til september 2017.

Sem betur fer fyrir Sterling þá hélt Manchester City út og leiknum lauk því með 1-0 sigri þar sem Phil Foden gerði eina mark leiksins.


Athugasemdir
banner
banner