Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   fim 13. janúar 2022 19:34
Brynjar Ingi Erluson
Stjórnmálamaður hjólar í Hazard - „Hann er bara lítill feitur maður"
Eden Hazard hefur átt í erfiðleikum með að halda sér í formi síðustu ár
Eden Hazard hefur átt í erfiðleikum með að halda sér í formi síðustu ár
Mynd: EPA
Belgíski stjórnmálamaðurinn Jean-Marie Dedecker er ekki stærsti aðdáandi Eden Hazard hjá Real Madrid og ræðst á þyngd hans í viðtali við spænska miðilinn El Mundo Deportivo.

Í gegnum ferilinn hefur Hazard átt í miklum erfiðleikum með að halda sér í formi og hefur það fengið mikla umfjöllun bæði þegar hann var hjá Chelsea og síðar þegar hann samdi við Real Madrid.

Þar að auki hafa meiðsli sett strik í reikninginn og hefur hann aldrei komið sér í rétta gírinn hjá Madrídingum.

Það komst í fréttirnar í Belgíu árið 2011 er honum var skipt af velli í leik í undankeppni EM gegn Tyrklandi. Georges-Leekens tók hann útaf og stuttu síðar sást Hazard gæða sér á hamborgara.

,Fjölmiðlar eru sífellt að kvarta yfir honum. Hann er í raun bara lítill feitur maður sem varð feitur útaf kerfinu og peningunum. Ég er enn með það í hausnum þegar hann flúði eftir að Georges-Leekens skipti honum útaf og hann fékk sér hamborgara nálægt King Baudouin-leikvanginum," sagði Dedecker sem virðist ekki hafa mikil álit á landa sínum.

Hazard gerir sjálfur grín að þessu atviki og er sáttur með lífið en hann var andlit bandarísku hamborgarakeðjunnar, McDonald's síðasta sumar, fyrir herferð þeirra í kringum ICC-æfingamótið eins og sjá má hér fyrir neðan.


Athugasemdir
banner
banner
banner