Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   fös 13. janúar 2023 23:19
Ívan Guðjón Baldursson
Æfingaleikir: Haller með þrennu á sjö mínútum
Orðinn betri eftir krabbameinsmeðferð?
Orðinn betri eftir krabbameinsmeðferð?
Mynd: Getty Images
Mynd: EPA

Þýska deildin fer aftur af stað eftir vetrarfrí um næstu helgi þegar FC Bayern heimsækir RB Leipzig í stórleik.


Þýsk félög eru því að spila síðustu æfingaleikina þessa dagana og komu bæði Borussia Dortmund og Bayern við sögu í kvöld.

Sebastien Haller er búinn að jafna sig eftir krabbameinsmeðferð við krabbameini í eistum og sneri aftur á völlinn þegar Dortmund spilaði æfingaleik við Basel.

Haller var skipt inn á 61. mínútu leiksins þegar staðan var 3-0 fyrir Dortmund. Tuttugu mínútum síðar, á 81. mínútu, steig Haller á vítapunktinn og gerði fjórða mark Dortmund við mikil fagnaðarlæti.

Haller var þó hvergi nærri hættur því hann bætti tveimur mörkum við eftir að hafa komist á bragðið. Hann setti því þrennu á sjö mínútum á lokakafla leiksins og innsiglaði 6-0 stórsigur Dortmund.

Bayern gerði þá átta marka jafntefli við RB Salzburg þar sem Leroy Sane, Kingsley Coman og Mathys Tel skoruðu auk Arijon Ibrahimovic - sem er alveg óskyldur nafna sínum Zlatan.

Dortmund 6 - 0 Basel
1-0 Marco Reus ('39)
2-0 Donyell Malen ('49)
3-0 Jude Bellingham ('54, víti)
4-0 Sebastien Haller ('81, víti)
5-0 Sebastien Haller ('86)
6-0 Sebastien Haller ('88)

FC Bayern 4 - 4 RB Salzburg
1-0 Leroy Sane ('9)
1-1 S. Koita ('17)
1-2 K. Konate ('51)
1-3 N. Okafor ('54)
2-3 Arijon Ibrahimovic ('69)
3-3 Kingsley Coman ('71)
4-3 Mathys Tel ('88)
4-4 N. Okafor ('89)


Athugasemdir
banner
banner
banner