Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   fös 13. janúar 2023 20:20
Ívan Guðjón Baldursson
Besiktas fær 2,8 milljónir í skaðabætur fyrir Weghorst
Mynd: Burnley

Hollenski sóknarmaðurinn Wout Weghorst er búinn að skrifa undir samning við Manchester United og verður staðfestur sem nýr leikmaður félagsins í kvöld eða á morgun.


Weghorst gerði góða hluti á láni hjá Besiktas í tyrknesku deildinni á fyrri hluta tímabils og vildi félagið ekki missa hann frá sér í janúar án þess að fá greitt fyrir.

Besiktas fær því 2,8 milljónir evra greiddar fyrir að hleypa Weghorst aftur til Englands. Hann er samningsbundinn Burnley sem leikur í Championship deildinni en mun leika með Man Utd að láni út tímabilið.

Besiktas staðfesti þetta með tilkynningu á vefsíðu sinni fyrr í kvöld.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner