Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   fös 13. janúar 2023 05:55
Brynjar Ingi Erluson
England um helgina - Barist um Lundúnir og Manchester
Arsenal spilar við Tottenham
Arsenal spilar við Tottenham
Mynd: EPA
Man Utd og Man City eigast við í grannaslag
Man Utd og Man City eigast við í grannaslag
Mynd: EPA
Lærisveinar Frank Lampard þurfa að vinna
Lærisveinar Frank Lampard þurfa að vinna
Mynd: EPA
Heil umferð fer fram í ensku úrvalsdeildinni um helgina og ber þar hæst að nefna baráttuna um Lundúnir og Manchester.

Aston Villa og Leeds eigast við klukkan 20:00 í kvöld. Villa er í 11. sæti með 22 stig en Leeds í 14. sæti með 17 stig.

Á morgun eru sex leikir á dagskrá. Manchester United tekur á móti nágrönnunum í Manchester City klukkan 12:30. United hefur verið á góðri siglingu undir stjórn Erik ten Hag en nú fær liðið alvöru próf gegn einu besta liði Englands.

Frank Lampard og hans menn í Everton þurfa að komast í gang en liðið hefur ekki unnið í síðustu átta leikjum og mætir nú vel gíruðum leikmönnum Southampton, sem unnu Man City í deildabikarnum á dögunum, 2-0.

Liverpool fær erfitt verkefni gegn Brighton á Amex-leikvanginum á meðan Nottingham Forest spilar við Leicester. Wolves mætir þá West Ham á sama tíma eða klukkan 15:00. Brentford og Bournemouth eigast síðan við í lokaleik dagsins.

Á sunnudag fara tveir leikir fram klukkan 14:00. Chelsea spilar við Crystal Palace á Stamford Bridge á meðan Newcastle fær Fulham í heimsókn.

Tottenham og Arsenal berjast síðan um montréttinn í Norður-Lundúnum klukkan 16:30.

Leikir helgarinnar:

Föstudagur:
20:00 Aston Villa - Leeds

Laugardagur:
12:30 Man Utd - Man City
15:00 Everton - Southampton
15:00 Brighton - Liverpool
15:00 Nott. Forest - Leicester
15:00 Wolves - West Ham
17:30 Brentford - Bournemouth

Sunnudagur:
14:00 Chelsea - Crystal Palace
14:00 Newcastle - Fulham
16:30 Tottenham - Arsenal
Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Arsenal 34 24 5 5 82 26 +56 77
2 Liverpool 33 22 8 3 75 32 +43 74
3 Man City 32 22 7 3 76 32 +44 73
4 Aston Villa 34 20 6 8 71 50 +21 66
5 Tottenham 32 18 6 8 65 49 +16 60
6 Newcastle 32 15 5 12 69 52 +17 50
7 Man Utd 32 15 5 12 47 48 -1 50
8 West Ham 34 13 9 12 54 63 -9 48
9 Chelsea 32 13 8 11 61 57 +4 47
10 Brighton 32 11 11 10 52 50 +2 44
11 Wolves 33 12 7 14 46 53 -7 43
12 Fulham 34 12 6 16 50 54 -4 42
13 Bournemouth 33 11 9 13 48 60 -12 42
14 Crystal Palace 33 9 9 15 42 56 -14 36
15 Brentford 34 9 8 17 52 59 -7 35
16 Everton 33 10 8 15 34 48 -14 30
17 Nott. Forest 34 7 9 18 42 60 -18 26
18 Luton 34 6 7 21 47 75 -28 25
19 Burnley 34 5 8 21 37 69 -32 23
20 Sheffield Utd 33 3 7 23 31 88 -57 16
Athugasemdir
banner
banner
banner