Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   fös 13. janúar 2023 14:43
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
„Hún náði fíflinu fram í Söru"
Icelandair
Sara Björk og Berglind Björg á landsliðsæfingu.
Sara Björk og Berglind Björg á landsliðsæfingu.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
 Sara var hins vegar alltaf sterk, alltaf mikill leiðtogi og alltaf tilbúin að taka ábyrgð
Sara var hins vegar alltaf sterk, alltaf mikill leiðtogi og alltaf tilbúin að taka ábyrgð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Þetta kom mér á óvart, var ekki búinn að fá neitt veður af því að Sara væri að íhuga að hætta. Ég hugsaði svo hlýtt til tíma okkar saman og skrifaði henni stutt skilaboð og óskaði henni til hamingju með stórkostlegan feril."

Sara Björk Gunnarsdóttir tilkynnti í morgun að landsliðsferli sínum væri lokið, landsliðsskórnir væru komnir upp í hillu eftir sextán ár með landsliðinu.

Fótbolti.net ræddi við Frey Alexandersson sem var þjálfari Söru hjá landsliðinu á árunum 2013-2018 og gerði hana að fyrirliða á sínum tíma.

„Við fórum í gegnum ýmislegt saman, frábæra tíma, mörg góð úrslit og frábærar frammistöður. Við fórum líka í saman í gegnum erfitt Evrópumót þar sem við áttum mörk samtöl og vítaspyrnan fræga í mikilvægum leik á Laugardalsvelli sem fer forgörðum. Það voru líka alveg þungir tímar. Sara var hins vegar alltaf sterk, alltaf mikill leiðtogi og alltaf tilbúin að taka ábyrgð. Hún var alltaf að leita leiða til að verða betri, leita leiða til að gera liðið sitt betra."

„Sara er alltaf mjög alvarleg og mikill stríðsmaður inn á vellinum, en hún er líka alltaf brosandi á hótelinu í kringum liðið, gefur af sér góða strauma og það geta verið mörg og mikil fíflalæti í kringum hana. Sérstaklega þegar Berglind Björg (Þorvaldsdóttir) er nálægt henni. Þá er mikið hlegið og mikið gaman."


Var erfitt að vera með þær tvær saman?

„Nei, það var sko ekki erfitt. Það var mikil og góð orka sem myndaðist í kringum þær. Það er nú reyndar þannig með hana Berglindi, það eru yfirleitt mikil læti í kringum hana. Hún náði fíflinu fram í Söru."

„Þótt það hafi verið fíflalæti í henni þá er Sara ofboðslega fagmannleg, ég mun alltaf minnast hennar þannig sem knattspyrnukonu. Hún hefur alltaf sett virkilega háan standard og leitt með miklu fordæmi og hugsað um sig sem algjöra toppíþróttakonu."

„Það var ekki gefin tomma eftir frá því að upphitun hefst og þangað til að æfingu lýkur,"
sagði Freysi. Viðtalið má nálgast hér að neðan sem og á öllum hlaðvarpsveitum.

Viðtal við Söru:
Sara um ákvörðunina: Hefði verið fullkominn endir að hætta eftir HM
Freysi um Söru Björk: Draumur fyrir alla þjálfara
Athugasemdir
banner
banner