Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   fös 13. janúar 2023 21:47
Ívan Guðjón Baldursson
Ítalía: Napoli niðurlægði Juventus
Osimhen skoraði tvö og lagði eitt upp.
Osimhen skoraði tvö og lagði eitt upp.
Mynd: Getty Images
Kvaratskhelia skoraði eitt og lagði upp tvö.
Kvaratskhelia skoraði eitt og lagði upp tvö.
Mynd: EPA

Napoli 5 - 1 Juventus
1-0 Victor Osimhen ('14)
2-0 Khvicha Kvaratskhelia ('39)
2-1 Angel Di Maria ('42)
3-1 Amir Rrahmani ('55)
4-1 Victor Osimhen ('65)
5-1 Eljif Elmas ('72)


Napoli sendi skýr skilaboð í ítölsku titilbaráttunni þegar Juventus kíkti í heimsókn í gríðarlega eftirvæntum toppslag.

Juve var búið að sigra átta deildarleiki í röð án þess að fá mark á sig þar til lærisveinar Massimiliano Allegri kíktu í heimsókn til suðurhluta Ítalíu í kvöld.

Það tók hinn funheita Victor Osimhen aðeins 14 mínútur að brjóta varnarmúr Juve á bak aftur og tvöfaldaði bráðefnilegi Georgíumaðurinn Khvicha Kvaratskhelia forystuna fyrir leikhlé.

Angel Di Maria minnkaði muninn fyrir gestina og var staðan 2-1 eftir gífurlega skemmtilegan fyrri hálfleik.

Miðvörðurinn Amir Rrahmani skoraði eftir hornspyrnu í síðari hálfleik áður en Osimhen og Eljif Elmas gerðu út um leikinn með sitthvoru markinu.

Lokatölur urðu því 5-1 og er Napoli með tíu stiga forystu á toppi Serie A. Félagið getur unnið sinn fyrsta Ítalíumeistaratitil síðan 1990 og þann þriðja í sögunni.

Ríkjandi Ítalíumeistarar AC Milan eru í öðru sæti ásamt Juve en með leik til góða.


Athugasemdir
banner
banner