Barcelona vill Díaz frá Liverpool - Úlfarnir skoða markverði - City til í að hlusta á tilboð í Grealish
   fös 13. janúar 2023 23:07
Ívan Guðjón Baldursson
Kristian Nökkvi sá rautt og Jón Dagur í sigurliði
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Getty Images

Kristian Nökkvi Hlynsson var í byrjunarliði Jong Ajax sem heimsótti De Graafschap í hollensku B-deildinni í dag.


Heimamenn í De Graafschap tóku forystuna í fyrri hálfleik og fékk Kristian Nökkvi að líta beint rautt spjald fyrir heldur litlar sakir undir lok fyrri hálfleiks.

Jong Ajax missti annan mann af velli í síðari hálfleik og urðu lokatölur 3-0 fyrir heimamenn sem enduðu leikinn með ellefu leikmenn á vellinum gegn níu.

De Graafschap 3 - 0 Jong Ajax

Jón Dagur Þorsteinsson lék þá fyrstu 88 mínúturnar í dýrmætum sigri OH Leuven í efstu deild belgíska boltans.

Leuven lagði Westerlo á útivelli í baráttunni um sæti í Sambandsdeild Evrópu næsta haust og er með 29 stig eftir 20 umferðir.

Jón Dagur þarf að vinna byrjunarliðssætið sitt til baka eftir að hafa misst það í haust. Hann hefur ekki skorað fyrir Leuven síðan í september.

Westerlo 1 - 2 Leuven

Viðar Ari Jónsson var þá í byrjunarliði Honved sem tapaði fyrir króatíska liðinu Rijeka í æfingaleik.

Elías Már Ómarsson kom að lokum ekki við sögu í 3-1 tapi Nimes gegn Le Havre í B-deild franska boltans.

Honved 0 - 2 Rijeka

Le Havre 3 - 1 Nimes


Athugasemdir
banner
banner
banner