Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   fös 13. janúar 2023 11:43
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Mudryk birti áhugaverð skilaboð eftir fréttir um nýtt tilboð
Mykhailo Mudryk.
Mykhailo Mudryk.
Mynd: Getty Images
Arsenal, topplið ensku úrvalsdeildarinnar, lagði í gær fram nýtt tilboð í úkraínska kantmanninn Mykhailo Mudryk sem leikur með Shakhtar Donetsk.

Enska félagið lagði fram 45 milljón punda tilboð fyrir áramót en Shaktar hafnaði því um leið.

Viðræður hafa staðið yfir síðustu tvær vikur en félögin ekki enn komist að samkomulagi.

Ítalski blaðamaðurinn Fabrizio Romano fullyrðir nú að Arsenal hafi lagt fram nýtt 62 milljón punda tilboð í Mudryk og vonast eftir því að Shakhtar samþykki það.

Mudryk, sem er 22 ára, vonast klárlega sjálfur að tilboðið verði samþykkt en hann birti áhugaverð skilaboð á Instagram seint í gærkvöldi eftir að fréttir um nýtt tilboð frá Arsenal fóru að dreifast.


Athugasemdir
banner
banner
banner