Arsenal endurnýjar áhuga á Luiz - Man Utd reynir við Todibo - Tottenham vill Sudakov
   fös 13. janúar 2023 23:59
Ívan Guðjón Baldursson
Osimhen gaf Locatelli kjaftshögg - Mögnuð varsla Meret
Mynd: Getty Images
Mynd: Getty Images

Það var mikil skemmtun í boði þegar Napoli tók á móti Juventus í toppslag Serie A deildarinnar á Ítalíu.


Heimamenn í Napoli gerðu sér lítið fyrir og rúlluðu yfir gestina og urðu lokatölur 5-1 þar sem Victor Osimhen og Khvicha Kvaratskhelia fóru á kostum í liði heimamanna.

Hér fyrir neðan má sjá nokkur af helstu atvikum leiksins, meðal annars þegar Victor Osimhen gaf Manuel Locatelli óvart vænt kjaftshögg sem skildi Locatelli eftir með ljótt sár. Osimhen gaf honum hnefahöggið þegar hann reyndi að losa sig undan haldi Alex Sandro, á svipuðum tíma og Federico Chiesa hljóp sjúkraþjálfara Juve nokkuð harkalega í jörðina. Mikill hasar á skömmum tíma.

Leikurinn sjálfur var galopinn framanaf og bæði lið komust í fín færi. Það munaði minnstu að Juventus hefði tekist að jafna leikinn í uppbótartíma fyrri hálfleiks þegar Amir Rrahmani, miðvörður Napoli, var næstum búinn að setja boltann í eigið net. Boltinn hefði endað í markinu ef ekki fyrir heimsklassa viðbrögð Alex Meret á milli stanganna, sem náði að bægja hættunni frá.

Napoli stóð uppi sem sigurvegari og gekk Luciano Spalletti á eftir Massimiliano Allegri til að fá handabandið frá honum að leikslokum.

Þetta er í fyrsta sinn í rétt tæp 30 ár sem Juventus fær 5 mörk á sig í deildarleik.

Sjáðu hasarinn
Sjáðu markvörslu Meret
Sjáðu handabandið



Stöðutaflan Ítalía Serie A - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Inter 32 26 5 1 77 17 +60 83
2 Milan 32 21 6 5 63 37 +26 69
3 Juventus 32 18 9 5 45 24 +21 63
4 Bologna 32 16 11 5 45 25 +20 59
5 Roma 31 16 7 8 56 35 +21 55
6 Atalanta 31 15 6 10 57 36 +21 51
7 Napoli 32 13 10 9 50 40 +10 49
8 Lazio 32 15 4 13 41 35 +6 49
9 Torino 32 11 12 9 31 29 +2 45
10 Fiorentina 31 12 8 11 43 36 +7 44
11 Monza 32 11 10 11 34 41 -7 43
12 Genoa 32 9 12 11 35 39 -4 39
13 Lecce 32 7 11 14 27 48 -21 32
14 Cagliari 32 7 10 15 34 54 -20 31
15 Verona 32 6 10 16 30 44 -14 28
16 Udinese 31 4 16 11 30 47 -17 28
17 Empoli 32 7 7 18 25 48 -23 28
18 Frosinone 32 6 9 17 40 63 -23 27
19 Sassuolo 32 6 8 18 39 62 -23 26
20 Salernitana 32 2 9 21 26 68 -42 15
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner