Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   fös 13. janúar 2023 23:40
Ívan Guðjón Baldursson
Reykjavíkurmót kvenna: Fylkir vann á Víkingsvelli
Guðrún Karítas setti tvennu.
Guðrún Karítas setti tvennu.
Mynd: Fótbolti.net - Einar Ásgeirsson

Víkingur R. 1 - 3 Fylkir
0-1 Guðrún Karítas Sigurðardóttir ('3)
0-2 Karólína Jack ('35)
0-3 Guðrún Karítas Sigurðardóttir ('81)
1-3 Signý Lára Bjarnadóttir ('92, sjálfsmark)


Víkingur R. og Fylkir, sem eru saman í Lengjudeildinni, áttust við í fyrstu umferð Reykjavíkurmótsins í kvöld.

Liðin mættust á Víkingsvelli og tóku gestirnir úr Árbæ forystuna snemma leiks með marki frá Guðrúnu Karítas Sigurðardóttur.

Karólína Jack tvöfaldaið forystu Fylkis á 35. mínútu en þurfti að fara meidd af velli í kjölfarið samkvæmt leikskýrslu KSÍ.

Fylkir var með yfirhöndina og komst í þriggja marka forystu þegar Guðrún Karítas setti annað mark sitt í leiknum.

Víkingi tókst að klóra í bakkann með marki í uppbótartíma en þar við sat og flottur sigur Fylkiskvenna staðreynd.  


Athugasemdir
banner
banner
banner