Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   fös 13. janúar 2023 17:30
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Sara sú besta á mörgum sviðum - „Mesti stríðsmaður sem ég hef haft"
Icelandair
Í skallaeinvígi við einn besta miðvörð heims á EM í sumar.
Í skallaeinvígi við einn besta miðvörð heims á EM í sumar.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Þá þurfti maður aðeins að hífa hana niður á jörðina
Þá þurfti maður aðeins að hífa hana niður á jörðina
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
 Frá því mjög snemma eftir að hún var kölluð fyrst inn hefur hún verið í stóru hlutverki
Frá því mjög snemma eftir að hún var kölluð fyrst inn hefur hún verið í stóru hlutverki
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Hún er alveg örugglega sá íslenski leikmaður sem hefur átt besta félagsliðaferilinn, ég held að á því sé enginn vafi, unnið flesta titla.
Hún er alveg örugglega sá íslenski leikmaður sem hefur átt besta félagsliðaferilinn, ég held að á því sé enginn vafi, unnið flesta titla.
Mynd: Getty images
Freyr Alexandersson, fyrrum þjálfari kvennalandsliðsins og nú þjálfari Lyngby, ræddi við Fótbolta.net um Söru Björk Gunnarsdóttur sem tilkynnti í morgun að landsliðsskórnir væru komnir á hilluna.

Freyr var þjálfari landsliðsins á árunum 2013-2018 og tók þá ákvörðun á sínum tíma að gera Söru að fyrirliða liðsins.

„Við áttum frábært samstarf ég og Sara og allt starfsteymið. Það var geggjað að vinna með henni, frábær leikmaður, frábær karakter og mikil fyrirmynd. Á þeim tíma sem við vinnum saman tekur hún við fyrirliðabandinu af Margréti Láru (Viðarsdóttur) sem gengur með barn á þessum tíma. Þá verður Sara fyrirliði og vex í því hlutverki, sem leikmaður og manneskja. Svo var hún alltaf eins og hún er, áræðin á vellinum og stríðsmaður mikill. Maður gat alltaf stólað á hana og vissi að hún myndi leiða með fordæmi. Það hefur aldrei vantað hjá Söru Björk," sagði Freysi.

Ákvörðunin á sínum tíma, að gera Söru að fyrirliða, var hún borðliggjandi?

„Ég man það nú ekki alveg hvernig við stóðum að því. Það voru góðir og miklir karakterar í hópnum. En það val að velja Söru sem fyrirliða á þeim tímapunkti fannst mér réttatst, hlýtur að vera, fyrst ég tók þá ákvörðun, og sá ekkert eftir því. Hún var frábær í því hlutverki og náði að vaxa vel í því hlutverki. Það var aldrei neinn vafi en auðvitað hafa pottþétt fleiri komið til greina þó að ég muni það ekki akkúrat núna."

Þurfti aðeins að hífa Söru niður á jörðina
Voru einhver eftirminnileg samskipti ykkar á milli?

„Ég man eftir einni æfingu, við vorum að æfa á Leiknisvellinum í einhverju verkefninu. Hún setti gríðarlegar kröfur á sjálfa sig og setti líka gríðarlegar kröfur á liðsfélaga sína - sem er hollt. En stundum voru kröfurnar gagnvart leikmönnum sem voru svona á jaðrinum að vera í hóp óraunhæfar. Hún var að pirra sig á hlutum sem leikmenn hreinlega réðu ekki við. Ég þurfti að eiga samtal við hana að hún væri kannski ekki umkringd leikmönnum sem væru í Lyon akkúrat núna, þyrfti að átta sig á því að það væri smá ójafnvægi milli 12-14 bestu leikmannanna og þeirra sem voru að berjast um að komast í 22ja manna hóp. Hún setti sömu kröfur á alla."

„Heilt yfir fékk hún að halda þeim þræði hvernig hún átti samskipti við leikmenn. En þegar það var farið að hafa áhrif á hennar eigin frammistöðu, vegna þess að hún var orðin of pirruð þannig hún missti fókus á því sem skipti mestu máli á æfingunni, þá þurfti maður aðeins að hífa hana niður á jörðina."


Sú sem hefur sett hvað stærsta merkið á liðið
Freysa var í kjölfarið stillt upp við vegg. Er Sara besta landsliðskona sögunnar?

„Hún er sú besta á mörgum sviðum. Hún er klárlega sá leikmaður sem hefur verið sterkust í návígjum, leitt með mesta fordæmi og mesti stríðsmaður sem ég hef haft. Hún er ógeðslega ósérhlífin og aggresív. Það er erfitt að bera þessa leikmenn saman, þeir eru svo ólíkir. Hún er á toppnum með Margréti allavega, Glódís (Perla Viggósdóttir) er líka að nálgast þetta. Svo áttum við bilaða markverði í Guggu (Guðbjörgu Gunnarsdóttur) og Þóru (Björgu Helgadóttur) og Ásthildur (Helgadóttir) fyrir mína tíð."

„Þetta er rosalega vandmeðfarið og erfitt (að segja hver sé sú besta) en Sara kveður sinn landsliðsferil sem sú leikjahæsta og klárlega sú sem hefur sett hvað stærsta merkið á liðið. Hún kemur inn í liðið þegar kvennalandsliðið er að vaxa hvað hraðast, Sigurður Ragnar (Eyjólfsson) tekur hana inn gríðarlega unga og hún er búin að vera gríðarlega lengi. Frá því mjög snemma eftir að hún var kölluð fyrst inn hefur hún verið í stóru hlutverki,"
sagði Freysi.

Draumur fyrir alla þjálfara að hafa leikmann eins og Söru í sínu liði
Á atvinnumannaferli hefur hún spilað með Rosengård í Svíþjóð, Wolfsburg í Þýskalandi, Lyon í Frakklandi og nú Juventus á Ítalíu. Hún hefur á sínum ferli erlendis orðið fjórum sinnum sænskur meistari, fjórum sinnum þýskur meistari, einu sinni franskur meistari, unnið Meistaradeildina tvisvar og sex sinnum orðið bikarmeistari.

„Hún er alveg örugglega sá íslenski leikmaður sem hefur átt besta félagsliðaferilinn, ég held að á því sé enginn vafi, unnið flesta titla."

„Það er draumur fyrir alla þjálfara að hafa leikmann eins og Söru í sínu liði. Hún fylgir plani 100%, leggur sig alltaf fram 100%, er ofboðslega professional, er leikmaður sem allir þjálfarar vilja hafa í sínu liði,"
sagði Freysi.

Viðtalið við hann má nálgast hér að neðan og í öllum hlaðvarpsveitum.

Sjá einnig:
Sara um ákvörðunina: Hefði verið fullkominn endir að hætta eftir HM
„Hún náði fíflinu fram í Söru"
„Á þessu augnabliki þar sem ég hugsaði að hún yrði fyrirliði landsliðsins"
Freysi um Söru Björk: Draumur fyrir alla þjálfara
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner