þri 13. febrúar 2018 21:45
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Championship: Cardiff með mikilvægan sigur í toppbaráttunni
Armand Traore fagnar marki sínu.
Armand Traore fagnar marki sínu.
Mynd: Getty Images
Aron Einar Gunnarsson er enn fjarverandi vegna meiðsla og spilaði ekki með Cardiff City í kvöld í sigri gegn Bolton.

Armand Traore, fyrrum vinstri bakvörður Arsenal og Juventus, er kominn til Cardiff og það var hann sem braut ísinn í kvöld. Annar varnarmaður, Sean Morrison, gerði annað mark Cardiff fyrir hlé.

Þar við sat og urðu lokatölurnar 2-0 fyrir Cardiff sem er í fjórða sæti Championship-deildarinnar eftir þennan sigur.

Derby County er í þriðja sæti deildarinnar þrátt fyrir tap gegn Sheffield Wednesday á þessu þriðjudagskvöldi.

Íslendingaliðin Aston Villa og Cardiff sem eru í öðru og fjórða sæti eiga leik til góða á Derby en Aston Villa er með 59 stig á meðan Derby og Cardiff hafa bæði 58 stig.

Hér að neðan eru úrslit og markaskorarar.

Cardiff City 2 - 0 Bolton
1-0 Armand Traore ('34 )
2-0 Sean Morrison ('44 )

Sheffield Wed 2 - 0 Derby County
1-0 Lucas Joao ('18 )
2-0 Lucas Joao ('47 )
Athugasemdir
banner
banner
banner