þri 13. febrúar 2018 18:58
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Evrópudeildin: Markalaust í Serbíu
Úr leiknum.
Úr leiknum.
Mynd: Getty Images
Rauða stjarnan 0 - 0 CSKA Moskva

Það var einn leikur í Evrópudeildinni í dag. Rauða Stjarnan frá Belgrad fékk CSKA Moskvu í heimsókn til Serbíu í fyrsta leik 32-liða úrslitanna.

Ástæðan fyrir að þessi leikur var spilaður í kvöld, en ekki á fimmtudag eins og allir hinir leikirnir er sú að Partizan frá Belgrad á líka heimaleik í þessari umferð. Stuðningsmenn Rauði Stjörnunnar og Partizan eru ekki góðir vinir og því var annar leikurinn færður.

Þessi leikur á milli Red Star og CSKA var ekki sá skemmtilegasti og endaði hann með markalausu jafntefli.

Seinni leikurinn er í næstu viku, á miðvikudag.

Í kvöld hefjast 16-liða úrslit Meistaradeildarinnar með tveimur leikjum. Smelltu hér til að sjá byrjunarliðin fyrir þá leiki.



Athugasemdir
banner
banner
banner
banner