Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   þri 13. febrúar 2018 08:14
Magnús Már Einarsson
Lars Lagerback fékk Fálkaorðuna
Icelandair
Lars Lagerback.
Lars Lagerback.
Mynd: Fótbolti.net - Daníel Rúnarsson
Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, veitti á dögunum Lars Lagerback, fyrrum landsliðsþjálfara, fálkaorðuna en mbl.is greinir frá.

Guðni var í opinberri heimsókn í Svíþjóð og þar veitti hann 48 fálkaorður.

Meðal þeirra Svía sem fengu fálkaorðuna auk Lars voru Carl Phil­ip prins, Daní­el krón­prins, Nanna Her­manns­son, fv. borg­ar­minja­vörður í Reykja­vík, og Peter Eriks­son, hús­næðismálaráðherra Svíþjóðar.

Lars tók við íslenska landsliðinu í lok árs 2011 og undir hans stjórn var liðið hársbreidd frá sæti á HM 2014.

Lars og Heimir Hallgrímsson stýrðu Íslandi saman á EM í Frakklandi þar sem Ísland vakti heimsathygli með því að fara í 8-liða úrslit.

Í dag er Lars landsliðsþjálfari Noregs en hann mætir á Ísland í byrjun júní með sína menn í vináttuleik.
Athugasemdir
banner
banner