Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   þri 13. febrúar 2018 05:55
Magnús Már Einarsson
Meistaradeildin í dag - 16-liða úrslitin hefjast
Tottenham heimsækir Juventus.
Tottenham heimsækir Juventus.
Mynd: Getty Images
Eftir langt hlé þá hefst keppni í Meistaradeildinni loksins á nýjan leik í kvöld þegar boltinn byrjar að rúlla í 16-liða úrslitunum.

Á Ítalíu er athyglisverður leikur framundan þegar Tottenham kemur í heimsókn.

Toby Alderweireld er utan hóps hjá Tottenham þrátt fyrir að vera byrjaður að æfa á fullu eftir meiðsli.

Hjá Juventus eru Paulo Dybala, Juan Cuadrado, Andrea Barzagli og Blaise Matuidi allir fjarri góðu gamni.

Manchester City heimsækir Basel í Sviss. Leroy Sané snýr aftur í leikmannahóp Manchester City eftir meiðslin sem hann varð fyrir gegn Cardiff í lok janúar. Sane átti að vera frá í sex vikur en hann er klár langt á undan áætlun.

David Silva og Fabian Delph eru einnig klárir hjá City eftir meiðsli.

Leikir kvöldsins
19:45 Juventus - Tottenham (Beint á Stöð 2 Sport2)
19:45 FC Basel - Manchester City (Beint á Stöð 2 Sport)
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner