Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   þri 13. febrúar 2018 21:37
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Meistaradeildin: Spurs með endurkomu - Öruggt hjá City í Sviss
Tottenham háði endurkomu á Ítalíu.
Tottenham háði endurkomu á Ítalíu.
Mynd: Getty Images
Gundogan setti tvö mörk.
Gundogan setti tvö mörk.
Mynd: Getty Images
Meistaradeildin er byrjuð aftur! Fyrstu tveir leikir 16-liða úrslitanna voru spilaðir í kvöld og var mikið fjör.

Tottenham byjaði hræðilega og var lent 2-0 undir þegar um tíu mínútur voru liðnar af leiknum.

Það tók Juventus ekki langan tíma að brjóta ísinn, það gerðu Ítalíumeistararnir í fyrstu sókn leiksins. Markið kom eftir aukaspyrnu Miralem Pjanic en það var Gonzalo Higuain sem skoraði.

Higuain var svo aftur á ferðinni á níundu mínútu þegar hann skoraði úr vítaspyrnu eftir að Ben Davies hafði brotið af Federico Bernardeschi, leikmanni Juventus, innan vítateigs.

Allt stefndi þarna í þægilegan sigur Juventus en leikmenn Tottenham voru ekki dauðir úr öllum æðum. Harry Kane, sem hefur átt mjög gott tímabil, skoraði og minnkaði muninn. Hann slapp inn fyrir vörn Juventus og lék á hinn fertuga Buffon og skoraði.

Undir lok fyrri hálfleiksins fékk Juventus sína aðra vítspyrnu í leiknum en í þetta skiptið skaut Higuain í slána, staðan var því 2-1 í hálfleik.

Seinni var rólegur framan af en á 72. mínútu skoraði Christian Eriksen beint úr aukaspyrnu og jafnaði fyrir Tottenham! Buffon í marki Juventus leit ekki sérstaklega vel út í markinu hjá Eriksen.

Lokatölur urðu 2-2 sem eru góð úrslit fyrir Tottenham. Þeir fara með tvö útivallarmörk á Wembley.

Í Sviss á sama tíma valtaði topplið ensku úrvalsdeildarinnar Manchester City yfir Basel. Leikurinn var mjög auðveldur fyrir City sem leiddi 3-0 í hálfleik.

Ilkay Gundogan skoraði fjórða markið og annað mark sitt í upphafi seinni hálfleiks og þar við sat.

City er svo gott sem komið áfram, en ensku liðin tvö sem voru að keppa í kvöld eru í góðri stöðu.

Juventus 2 - 2 Tottenham
1-0 Gonzalo Higuain ('2 )
2-0 Gonzalo Higuain ('9 , víti)
2-1 Harry Kane ('35 )
2-1 Gonzalo Higuain ('45 , Misnotað víti)
2-2 Christian Eriksen ('72 )

Basel 0 - 4 Manchester City
0-1 Ilkay Gundogan ('14 )
0-2 Bernardo Silva ('18 )
0-3 Sergio Aguero ('23 )
0-4 Ilkay Gundogan ('53 )
Athugasemdir
banner
banner
banner