Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   þri 13. febrúar 2018 22:24
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Pochettino: Við áttum skilið að vinna
Mynd: Getty Images
„Frábær leikur. Við vorum slakir og fengum á okkur tvö mörk á níu mínútum en karakterinn sem við sýndum var frábær," sagði Mauricio Pochettino, stjóri Tottenham, eftir 2-2 jafntefli gegn Juventus í 16-liða úrslitum Meistaradeildarinnar í kvöld. Spurs er í góðum málum fyrir seinni leikinn á Wembley.

„Ég vil óska leikmönnunum til hamingu - 2-0 undir gegn liði sem er erfitt að brjóta niður. Við áttum sigur skilið," sagði Pochettino.

„Við erum þroskaðari núna. Á síðustu vikum hefur liðið vaxið og stigið upp. Það er gott dæmi um getu okkar."

„Liðið brást stórkostlega við í kvöld."

„Þú þarft alltaf heppni í fótbolta. Þetta einvígi er opið, Juventus er risastórt lið. Við höfum trú á að við getum unnið á Wembley."
Athugasemdir
banner
banner
banner