banner
   þri 13. febrúar 2018 11:15
Elvar Geir Magnússon
Ryan Mason leggur skóna á hilluna vegna hrikalegra höfuðmeiðsla
Atvikið sem varð til þess að Mason höfuðkúpubrotnaði.
Atvikið sem varð til þess að Mason höfuðkúpubrotnaði.
Mynd: Getty Images
Ryan Mason, miðjumaður Hull City, hefur neyðst til að leggja skóna á hilluna vegna höfuðkúpubrots sem hann hlaut fyrir þrettán mánuðum, í leik gegn Chelsea.

Þessi 26 ára leikmaður lenti þá í harkalegum árekstri við Gary Cahill.

Mason var ákveðinn í að snúa aftur á fótboltavöllinn en opinberaði í morgun að eftir að hafa leitað ráðgjafar hjá lækni hafi hann ekki átt aðra kosti en að hætta í fótboltanum.

Hann hefur fengið leiðsagnir marga af færustu sérfræðingum í höfuðmeiðslum og allir ráðleggja honum að snúa ekki aftur í keppnisfótbolta.

Mason er uppalinn hjá Tottenham og lék 53 leiki fyrir aðallið félagsins. Þá lék hann einn landsleik fyrir England.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner