þri 13. febrúar 2018 19:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Sanchez hljóp heim eftir að hafa læst lyklana í bílnum
Mynd: Getty Images
Áður en Alexis Sanchez varð eitt frægasta nafnið í fótboltaheiminum spilaði hann með Udinese á Ítalíu. Þaðan fór hann til Barcelona svo til Arsenal og nú Manchester United.

Alexis hefur byrjað ágætlega hjá Manchester United en á enn eftir að sýna sínar bestu hliðar.

Á fyrstu árum sínum í Evrópu var Sanchez horaður leikmaður sem réð ekki við líkamlega hlutann í ítölsku úrvalsdeildinni. Hann lagði mikið á sig til að styrkja líkamann sinn. Ítalski blaðamaðurinn Pietro Oleotto, sem fylgdist vel með Sanchez þegar hann var hjá Udinese fyrir nokkrum árum, hefur sagt frá þessu.

„Á fyrsta tímabili sinu var hann horaður og var mest á hægri vængnum. Hann réð ekki við það að vera í vítateignum, hann var ekki nægilega sterkur líkamlega. En liðið þurfti á honum að halda inn á miðjum vellinum, þar sem hann var svo góður á boltanum. Svo hann fór að styrkja líkama sinn," segir Oleotto.

„Hann var í ræktinni tvær klukkustundir á dag eftir æfingar. Ég man eftir að hafa séð hann þegar undirbúningstímabilið var hálfnað ég var sjokki yfir hversu vöðvastæltur hann var orðinn."

Oleotto hélt áfram:

„Einu sinni eftir æfingu, ók Alexis til Udine til að versla. En hann læsti óvart lyklana sína og símann inn í bílnum."

„Ég er ekki viss um hvað flest fólk hefði gert, en hann hljóp bara heim. Hann skokkaði 8 kílómetra úr hjarta borgarinnar heim til sín. Heimamenn höfðu gaman af þessu og hringdu í okkur fjölmiðlamenn. Það var dæmigert af Alexis að breyta þessari stöðu í víðavangshlaup."
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner