þri 13. febrúar 2018 19:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Segir að Messi þurfi að spila minna fyrir HM
Mætir Íslandi í fyrsta leik
Mynd: Getty Images
Claudio Tapia, forseti argentíska knattspyrnusambandsins, vill að Lionel Messi spili minna fyrir Barcelona á næstu mánuðum svo hann mæti ferskur til leiks á HM í Rússlandi í sumar.

Argentína er í riðli með Króatíu, Nígeríu og Íslandi á HM. Fyrsti leikur Messi og félaga verður í Moskvu gegn Íslandi 16. júní.

Messi hefur byrjað 33 af 39 leikjum Barcelona á þessu tímabili, en Tapia vill að Messi fái meiri hvíld.

„Ég vona að allir okkar leikmenn mæti í því formi sem þeir eru í núna. Sergio Aguero er að spila ótrúlega vel og Lionel Messi er alltaf í toppformi," sagði Tapia við TYC Sports í Argentínu.

„Við höfum rætt við Messi að fara vel með sig og að hann spili minna fyrir Barcelona," sagði hann enn fremur.
Athugasemdir
banner
banner
banner