þri 13. febrúar 2018 21:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Watzke: Þegar Abramovich segir nei þá þýðir það nei
Roman Abramovich, eigandi Chelsea.
Roman Abramovich, eigandi Chelsea.
Mynd: Getty Images
Hans-Joachim Watzke, framkvæmdastjóri Borussia Dortmund, viðurkennir að hafa reynt að sannfæra Chelsea um að selja Michy Batshuayi til þýska félagsins á lokadegi félagaskiptagluggans í janúar.

Dortmund fékk Batshuayi á láni frá Chelsea eftir að Pierre-Emerick Aubameyang fór frá Dortmund til Arsenal.

Belgíski sóknarmaðurinn Batshuayi hefur byrjað vel í Dortmund og skorað þrjú mörk í fyrstu tveimur leikjum sínum.

Dortmund vildi fá tækifæri til að kaupa Batshuayi en Roman Abramovich, eigandi Chelsea, tók það ekki í mál.

„Við reyndum okkar besta í að fá tækifæri til að kaupa Batshuayi, en Chelsea vildi það ekki. Þegar Roman Abramovich segir nei, þá þýðir það nei," sagði Watzke um málið.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner