Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   þri 13. febrúar 2018 07:00
Ingólfur Stefánsson
Wenger hefur áhyggjur af sjálfstrausti Lacazette
Mynd: Getty Images
Arsene Wenger þjálfari Arsenal viðurkennir að koma Pierre Emerick Aubameyang til liðsins gæti haft slæm áhrif á sjálfstraust Alexander Lacazette.

Franski sóknarmaðurinn hefur einungis skorað 9 mörk í 29 leikjum fyrir Arsenal síðan hann kom frá Lyon síðasta sumar. Lacazette byrjaði á bekknum í 1-0 tapi gegn Tottenham síðustu helgi.

Hann kom inn á í síðari hálfleik og klúðraði tveimur góðum færum til þess að jafna leikinn.

„Vanalega skorar hann þegar hann er einn á móti markmanninum, hann er mikill markaskorari."

„Hann hefur farið í gegnum erfiða tíma áður en hann æfir mikið og leggur hart að sér. Ég veit ekki hvað gerðist kannski hitti hann boltann ekki nógu vel. Það kemur fyrir,"
sagði Wenger um færið sem Lacazett fékk gegn Tottenham.

„Kannski er sjálfstraustið hans ekki mikið því að það er komin aukin samkeppni um sæti hans í liðinu."
Athugasemdir
banner
banner