mið 13. febrúar 2019 07:30
Arnar Helgi Magnússon
Andri Yeoman framlengir við Breiðablik
Andri Rafn Yeoman.
Andri Rafn Yeoman.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Andri Rafn Yeoman hefur skrifað undir nýjan þriggja ára samning við Breiðablik.

Þrátt fyrir það að Andri sé einungis 27 ára gamall þá er hann leikjahæsti leikmaður Breiðabliks í efstu deild frá upphafi en hann hefur leikið 302 leiki fyrir liðið.

Andri hefur unnið tvo titla með meistaraflokki Breiðabliks en liðið varð bikarmeistari árið 2009 og Íslandsmeistari ári síðar. Andri hefur skorað sextán mörk fyrir Blika.

Andri meiddist í úrslitaleik Mjólkurbikarsins í haust og þurfti að yfirgefa völlinn. Andri er nú kominn á gott skrið aftur og styttist í að stuðningsmenn Blika fái að sjá leikmanninn aftur á vellinu.

„Við óskum Andra Rafni og Blikum öllum til hamingju með samninginn," segir á Facebook síðu Breiðabliks.
Athugasemdir
banner
banner
banner