mið 13. febrúar 2019 12:05
Fótbolti.net
Meistaraspáin - Nær Tottenham sigri gegn Dortmund?
Ríkjandi meistarar í Real Madrid eiga leik í kvöld.
Ríkjandi meistarar í Real Madrid eiga leik í kvöld.
Mynd: Getty Images
Óli Stefán fékk þrjú stig í gær.
Óli Stefán fékk þrjú stig í gær.
Mynd: Fótbolti.net - Tomasz Kolodziejski
Mynd: Getty Images
Það eru tveir flottir leikir í 16-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu (fyrri leikir) í kvöld. Báðir hefjast þeir klukkan 20:00.

Ágúst Gylfason þjálfari Breiðabliks og Óli Stefán Flóventsson þjálfari KA eru sérfræðingar Fótbolta.net í Meistaradeildinni á þessu tímabili.

Fótbolti.net kemur einnig með sína spá en keppni er í gangi þar sem 3 stig eru gefin fyrir hárrétt úrslit og 1 stig fyrir rétt tákn.

Ágúst Þór Gylfason

Ajax 1 - 2 Real Madrid
Besta lið keppninnar undanfarinna ára mun gera það sem til þarf gegn spennandi liði Ajax. Benzema skorar alltaf í þessum leik.

Tottenham 1 - 2 Dortmund
Býst við mjög opnum og skemmtilegum leik sem gæti allt eins endað 5-5, svokallaður 'end to end' leikur með aragrúa af marktækifærum. Reynsluleysi Tottenham í Meistaradeildinni mun verða þeim að falli í þessum leik. Götze skorar tvö eftir vel útfærðar skyndisóknir en Eiriksen úr aukaspyrnu fyrir Tottenham.

Óli Stefán Flóventsson

Ajax 1 - 2 Real Madrid
Það er eins og Santiago Solari þjálfari Real Madrid sé að finna mojoið en Real hefur ekki tapað í sjö leikjum í röð. Ajax eru erfiðir heim að sækja en Real er bara of stór biti og vinnur 1-2 með mörkum frá Bensema og Bale en Marokkó maðurinn Hakim Ziyech skorar fyrir Ajax

Tottenham 1 - 2 Dortmund
Mínir menn í Dortmund eru mjög flottir um þessar mundir en það eru Tottenham líka. Þetta gæti orðið frábær skemmtun. Tottenham hafa gert frábæra hluti án Kane og Alli síðustu leiki. Spurning hvort þeir félagar nái þessum leik en ég held samt að frábært lið Dortmund vinni og það kæmi mér meira að segja ekki á óvart ef þeir skoruðu fleiri en tvö mörk í þessum leik.

Fótbolti.net - Elvar Geir Magnússon

Ajax 0 - 3 Real Madrid
Ég er spenntur að sjá Vinicius Junior en þessi 18 ára spennandi Brassi verður að öllum líkindum í byrjunarliði Real í kvöld. Ríkjandi meistarar klára þetta einvígi í Amsterdam.

Tottenham 2 - 1 Dortmund
Þetta verður hrikalega jafnt einvígi! Ég gerði þau mistök að afskrifa Tottenham í riðlakeppninni og ætla ekki að gera slík mistök aftur, þrátt fyrir að Harry Kane og Dele Alli séu á meiðslalistanum. Jadon Sancho mun finna sig vel á Wembley og skora mark Dortmund.

Staðan í heildarkeppninni:
Óli Stefán - 3 stig
Fótbolti.net - 1 stig
Gústi Gylfa - 0 stig
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner