Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   mið 13. febrúar 2019 21:19
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Daily Mail fjallar um áhuga Brentford á Rúnari Alex
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Á mánudag var sagt frá því að Brentford hefði áhuga á Rúnari Alex Rúnarssyni, markverði Dijon í Frakklandi. Fjallað var um málið í hlaðvarpsþættinum Dr. Football.

Kristján Óli Sigurðsson, annar af sérfræðingum þáttarins, segir að Brentford hafi reynt að kaupa Rúnar Alex í janúar en án árangurs. Brentford ætlar að reyna aftur við Rúnar Alex í sumar.

Í dag fjallar enski miðillinn Daily Mail um þennan meinta áhuga á íslenska landsliðsmarkverðinum.

Þar segir að Brentford sé að hugsa um að selja markvörðinn Daniel Bentley og fá Rúnar Alex í staðinn.

Rúnar Alex þekkir markvarðarþjálfara Brentford, Inaki Cana. Þeir unnu saman hjá Nordsjælland í Danmörku.

Rúnar Alex missti sæti sitt í byrjunarliði Dijon fyrir áramót en hann hefur hins vegar spilað leiki liðsins í franska bikarnum að undanförnu.

Tveir íslenskir leikmenn eru á mála hjá Brentford en það eru Kolbeinn Birgir Finnsson og markvörðurinn ungi Patrik Sigurður Gunnarsson. Þeir spila báðir með B liði Brentford.

Brentford siglir lygnan sjó í Championship deildinni í augnablikinu en liðið er í 18. sæti með 37 stig, ellefu stigum frá fallsæti.
Athugasemdir
banner
banner
banner