Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   mið 13. febrúar 2019 13:00
Elvar Geir Magnússon
De Jong hefði getað ráðið laununum sínum hjá PSG
De Jong eftir undirskriftina hjá Barcelona.
De Jong eftir undirskriftina hjá Barcelona.
Mynd: Barcelona
Frenkie de Jong hafnaði meðal annars Paris Saint-Germain áður en hann skrifaði undir samning við Barcelona í janúar.

Það var draumur De Jong að fara til Barcelona og spila með Lionel Messi.

PSG reyndi þó bókstaflega allt til að fá De Jong en spænska blaðið Mundo Deportivo segir að forráðamenn franska félagsins hafi hringt sjö sinnum í umboðsmann leikmannsins meðan á lokafundi hans með Barcelona stóð.

PSG er sagt hafa boðið De Jong að ráða sínum eigin launum en leikmaðurinn sagði nei takk.

Hann hefur gert samning við Barcelona sem færir honum 300 þúsund pund í vikulaun en samningurinn er til fimm ára. Hann gengur í raðir Spánarmeistarana í sumar.

De Jong verður í eldlínunni með Ajax gegn Real Madrid, erkifjendum Barcelona, í Meistaradeildinni í kvöld.
Athugasemdir
banner
banner
banner