mið 13. febrúar 2019 08:37
Elvar Geir Magnússon
Ferdinand: Rauða spjaldið var síðasti naglinn í kistuna
Pogba verður í banni í seinni leiknum.
Pogba verður í banni í seinni leiknum.
Mynd: Getty Images
Rio Ferdinand telur að Manchester United eigi ekki möguleika á því að komast áfram í Meistaradeildinni. Hann segir að nú eigi liðið að einbeita sér að því að enda í topp fjórum í úrvalsdeildinni.

Rauðu djöflarnir töpuðu 2-0 á heimavelli gegn PSG í gær og þurfa að skora að minnsta kosti tvisvar í París þann 6. mars til að eiga möguleika á sæti í 8-liða úrslitum.

Paul Pogba verður ekki með í þeim leik eftir að hafa fengið rautt spjald í lok leiks í gær.

Ferdinand telur að brottvísun franska miðjumannsins hafi verið síðasti nagli í kistu United í Meistaradeildinni.

„Þeir þurfa núna fram veginn og um að halda áfram að bæta sig. Þetta snýst um að enda í topp fjórum. Þessu einvígi er lokið eftir rauða spjaldið," sagði Ferdinand á BT Sport.
Athugasemdir
banner
banner
banner