Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mið 13. febrúar 2019 13:30
Elvar Geir Magnússon
Forseti Barcelona vill að þrír leikir verði spilaðir erlendis
Josep Maria Bartomeu.
Josep Maria Bartomeu.
Mynd: Getty Images
Forseti Barcelona, Josep Maria Bartomeu, telur að þrír leikir á hverju tímabili í La Ligi eigi að vera spilaðir utan Spánar.

Barcelona vildi spila leik sinn gegn Girona á þessu tímabili í Miami í Bandaríkjunum en ekki fékkst leyfi til þess.

FIFA, UEFA, spænska sambandið og leikmannasamtökin hafa öll lýst yfir efasemdum um hugmyndir í þessa átt.

Forseti Börsunga telur hinsvegar að það muni styrkja deildina að spila nokkra leiki utan Spánar.

„Þetta er rétta skrefið til að markaðssetja og kynna La Liga enn frekar. Það ætti að spila einn leik í Ameríku, einn í Mið-Austurlöndum og einn í Asíu," segir Bartomeu.

„Við þurfum að fara nær stuðningsmönnunum. Við förum í sumartíma í júlí og ágúst til að komast nær stuðningsmönnum. Með þessu sýnum við stuðningsmönnum virðingu."
Athugasemdir
banner