Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
banner
   mið 13. febrúar 2019 10:39
Elvar Geir Magnússon
Gylfi fær gagnrýni frá stuðningsmönnum Everton - Er hún sanngjörn?
Everton þarf að fá betri leikmann í fremstu víglínu til að ná meiru út úr Gylfa.
Everton þarf að fá betri leikmann í fremstu víglínu til að ná meiru út úr Gylfa.
Mynd: Getty Images
David Alexander Hughes, blaðamaður Liverpool Echo, segir að margir stuðningsmenn Everton ræði um það þessa dagana að Gylfi Þór Sigurðsson sé ekki nægilega góður til að vera helsti sköpunarmáttur í sóknarleik liðsins.

Með því að smella hér má lesa úttekt Hughes en þar skoðar hann tölfræðina og út frá henni segir hann að umræðan sé ósanngjörn.

Helsta vandamál Everton er að liðið hafi ekki nægilega góðan mann í fremstu víglínu.

Hughes ber tölfræði Gylfa saman við Christian Eriksen sem hefur fengið mikið lof fyrir frammistöðu sína með Tottenham.

„Þegar Gylfi er borinn saman við einn mest metna sóknarmiðjumanns deildarinnar þá stenst Íslendingurinn ekki bara samanburð heldur er betri en hann í nokkum þáttum. Þrátt fyrir að spila fyrir lið um miðja deild sem ekki hefur staðið undir væntingum," segir Hughes.

Gylfi hefur skorað 9 mörk í deildinni en átt 3 stoðsendingar.

„Þegar stoðsendingatölfræðin er skoðuð þá sést að ein helsta ástæða þess að hann á ekki fleiri stoðsendingar sú að það vantar bit í fremstu víglínu til að klára færin sem Gylfi skapar."

„Það ætti að vera lykilatriði fyrir Everton í sumar að krækja í alvöru sóknarmann. Ekki mun það bara koma með meira bit heldur kalla fram það besta í sköpunarkrafti lykilmannsins í holunni."
Athugasemdir
banner