Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   mið 13. febrúar 2019 10:05
Elvar Geir Magnússon
Keita til í að hjálpa Liverpool að fá Werner
Timo Werner.
Timo Werner.
Mynd: Getty Images
Naby Keita, leikmaður Liverpool, segir að hann sé tilbúinn að ræða við Timo Werner, fyrrum liðsfélaga sinn hjá RB Leipzig, og reyna að sannfæra hann um að koma til Liverpool.

Hinn 22 ára Werner hefur verið orðaður við Liverpool en samningur sóknarmannsins við Leipzig rennur út næsta sumar.

Liverpool er sagt hafa áhuga á að fá Werner til að auka samkeppnina við Mohamed Salah, Roberto Firmino og Sadio Mane í sóknarlínunni.

Keita hefur ekki náð miklu flugi á sínu fyrsta tímabili hjá Liverpool en í samtali við Bild lofsyngur hann Werner.

„Við spiluðum mjög vel saman í Leipzig og hann var einn besti vinur minn í liðinu," segir Keita.

„Það er ljóst að ef hann ætlar að skipta um lið þá mun ég segja honum að koma hingað til Liverpool."

Fyrr í þessum mánuði sagði Ralf Rangnick, stjóri Leipzig, að Werner ætti að hugsa sig tvisvar um áður en hann ákveður að fara til Liverpool. Rangnick benti þar á misjafna frammistöðu Keita á Anfield.

„Keita var magnaður leikmaður hjá okkur en er í vandræðum hjá Liverpool. Hann er ekki búinn að vera sami leikmaður og hann var hjá okkur. Okkar umhverfi hlýtur að vera rétt fyrir Timo," sagði Rangnick.
Athugasemdir
banner
banner
banner