Arsenal endurnýjar áhuga á Luiz - Man Utd reynir við Todibo - Tottenham vill Sudakov
   mið 13. febrúar 2019 19:14
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Klopp ákærður og gæti verið á leið í bann
Mynd: Getty Images
Enska knattspyrnusambandið hefur kært Jurgen Klopp, stjóra Liverpool, fyrir ummæli hans um dómgæsluna í leik gegn West Ham fyrr í þessum mánuði.

Klopp var ósáttur með störf Kevin Friend í seinni hálfleiknum. Hann sagði að öll vafaatriði hefðu fallið með West Ham í seinni hálfleiknum og að dómarinn hefði reynt að jafna út mistökin í marki Liverpool, sem hefði ekki átt að standa.

„Markið okkar var víst rangstaða og kannski vissi dómarinn það í seinni hálfleiknum. Hann hlýtur að hafa fengið að vita það í hálfleik, það voru margar skrýtnar ákvarðanir í seinni hálfleik. Engar stórar ákvarðarnir, bara ákvarðanir sem breyttu takti leiksins," var meðal þess sem Klopp lét frá sér.

Enska knttspyrnusambandið bað um útskýringar frá Klopp, en nú hefur hann verið ákærður.

Hann hefur þangað til 18. febrúar til að svara ákærunni. Ef hann verður dæmdur þá gæti hann farið í leikbann.

Framundan eru mikilvægir leikir hjá Liverpool í baráttunni um enska meistaratitilinn.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner