Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   mið 13. febrúar 2019 18:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Özil og Ramsey fóru ekki með
Mynd: Getty Images
Miðjumennirnir Mesut Özil og Aaron Ramsey ferðuðust ekki með Arsenal til Hvíta-Rússlands fyrir leikinn gegn BATE Borisov í 32-liða úrslitum Evrópudeildarinnar á morgun. Framundan er fyrri leikur liðanna.

Özil missti af 2-1 sigrinum gegn Huddersfield um síðastliðna helgi vegna veikinda. Ramsey missti af æfingu í dag vegna hnémeiðsla.

Þeir urðu eftir í Lundúnum á meðan liðsfélagarnir ferðuðust til Hvíta-Rússlands.

Pierre-Emerick Aubameyang, sem missti einnig af leiknum gegn Huddersfield vegna veikinda, og Granit Xhaka, sem hefur verið að glíma við nárameiðsli, ferðuðust með liðinu.

Özil hefur verið inn og út úr liðinu hjá Unai Emery á þessari leiktíð og framtíð hans er óljós að svo stöddu.

Ramsey fer til Juventus næsta sumar.

Emery, stjóri Arsenal, sagði á blaðamannafundi að ákvörðunin að skilja Ramsey og Özil eftir heima væri ekki taktísk. Þeir væru einfaldlega ekki tilbúnir í leikinn. Sömu sögu er að segja með Sokratis Papastathopoulos sem er nýbyrjaður að æfa eftir meiðsli.
Athugasemdir
banner
banner
banner