Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
banner
   mið 13. febrúar 2019 06:00
Arnar Helgi Magnússon
Scholes fékk draumabyrjun sem stjóri Oldham
Scholes á hlðarlínunni í gær.
Scholes á hlðarlínunni í gær.
Mynd: Getty Images
Paul Scholes fékk draumabyrjum sem stjóri Oldham þegar lið hans mætti Yeovil Town í ensku D-deildinni í gærkvöldi.

Scholes tók við starfinu á mánudag en þetta er hans fyrsta alvöru stjórastarf á ferlinum.

Oldham komst yfir á fimmtu mínútu uppbótartíma fyrri hálfleiks þegar Jose Baxter skoraði. Aðeins örfáar mínútur voru liðnar af síðari hálfleik þegar Oldham tvöfaldaði forystuna.

Yeovil klóraði í bakkann á 54. mínútu og allt galopið. Það var ekki fyrr en á 88. mínútu sem að Oldham komst í 3-1 og mínútu síðar í 4-1. Þar við sat og Paul Scholes, eins og áður sagði, fær draumabyrjun sem þjálfari Oldham.

Liðið er komið upp í ellefta sæti ensku D-deildarinnar eftir sigurinn í gærkvöldi.
Athugasemdir
banner
banner
banner