Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mið 13. febrúar 2019 16:09
Elvar Geir Magnússon
Segir að Verratti sé mikill djammari
Marco Verratti í leiknum í gær.
Marco Verratti í leiknum í gær.
Mynd: Getty Images
Ítalski miðjumaðurinn Marco Verratti átti virkilega góðan leik þegar PSG vann 2-0 útisigur gegn Manchester United í Meistaradeildinni í gær.

Franski fótboltasérfræðingurinn Julien Laurens sagði við BBC að frammistaða Verratti væri í raun ótrúleg miðað við líferni hans.

„Verratti var ekki 100% og hafði aðeins spilað einn leik síðasta mánuð. Í síðustu viku var hann að djamma í afmæli Neymar til sex um morguninn. Hann reykir, drekkur og er alltaf úti á lífinu," segir Laurens.

„Mér finnst alveg magnað að hann geti svo skilað frammistöðu eins og hann gerði á Old Trafford."

„Ég get ekki ímyndað mér hversu góður hann væri ef hann myndi lifa lífstíl Cristiano Ronaldo. En að hann hafi náð að komast svona langt í boltanum miðað við lífernið er ótrúlegt."
Athugasemdir
banner
banner