Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mið 13. febrúar 2019 09:30
Elvar Geir Magnússon
Solskjær: Get ekki gert neitt varðandi Alexis Sanchez
Sanchez átti ömurlega frammistöðu í gær.
Sanchez átti ömurlega frammistöðu í gær.
Mynd: Getty Images
Ole Gunnar Solskjær, stjóri Manchester United, viðurkennir að vera ráðþrota varðandi Alexis Sanchez sem nær sér engan veginn á strik í búningi félagsins.

Sanchez kom inn sem varamaður fyrir meiddan Jesse Lingard rétt fyrir hálfleik í gærkvöldi en var hreinlega ömurlegur.

Sanchez hefur lítið getað síðan hann kom til United og er nánast eini leikmaðurinn sem ekki hefur náð að bæta sig eftir komu Solskjær. Hann hefur aðeins leikið þrjá byrjunarliðsleiki undir norska stjóranum.

Sanchez gæti byrjað bikarleikinn gegn Chelsea á mánudag ef Anthony Martial og Lingard komast ekki af meiðslalistanum. Solskjær segist þó ekkert geta gert til að bæta frammistöðu Sanchez.

Hann segir að þetta sé í höndum leikmannsins.

„Ég get ekki gert neitt varðandi Alexis Sanchez. Þegar hann spilar þarf hann sjálfur að vinna í því að finna sig. Við vitum að það búa gæði í honum," segir Solskjær.
Athugasemdir
banner
banner