Arsenal endurnýjar áhuga á Luiz - Man Utd reynir við Todibo - Tottenham vill Sudakov
banner
   mið 13. febrúar 2019 12:30
Elvar Geir Magnússon
Þjálfari Porto: Við munum slá út Roma
Sergio Conceicao.
Sergio Conceicao.
Mynd: Getty Images
Sergio Conceicao, þjálfari Porto, segir að jafntefli hefðu átt að vera niðurstaðan í gær þegar lið hans tapaði 2-1 gegn Roma í fyrri viðureign liðanna í 16-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu.

Nicolo Zaniolo kom Roma í 2-0 í leiknum en Porto minnkaði muninn fyrir seinni viðureign liðanna sem verður á Drekavöllum þann 6. mars.

„Mitt lið náði að loka á styrkleika Roma í fyrri hálfleik. Þrátt fyrir að lenda 2-0 undir þá héldu leikmenn áfram að berjast. Menn sýndu mikinn karakter og þetta var bara fyrri hálfleikurinn í þessu einvígi," segir Conceicao.

„Markið okkar gerir það að verkum að allt er galopið fyrir seinni leikinn. Jafntefli hefði verið sanngjörn niðurstaða. Við þurfum að vera öruggari varnarlega á heimavelli og ákafari í sóknarleiknum."

„Ég efast ekki um að mínir menn munu leggja sig alla fram í seinni hálfleikinn. Það þarf að laga nokkra hluti en ég er viss um að við munum komast í 8-liða úrslitin."
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner