Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   fim 13. febrúar 2020 14:03
Elvar Geir Magnússon
Liverpool þarf að virkja riftunarákvæði Werner fyrir lok apríl
Timo Werner.
Timo Werner.
Mynd: Getty Images
Þýska blaðið Bild segir að Liverpool hafi bara tíma þar til í lok apríl til að virkja riftunarákvæðið í samningi sóknarmannsins Timo Werner við RB Leipzig.

Í gær greint frá því að Werner væri með riftunarákvæði upp á rúmlega 50 milljónir punda. Nú er sagt að ákvæðið renni út eftir aprílmánuð.

Werner er með 20 mörk í 21 leik í þýsku Bundesligunni á þessu tímabili.

Samband Liverpool og RB Leipzig er mjög gott og ætti það að hjálpa í viðræðum um þennan 23 ára leikmann.

Werner hefur oft tjáð sig um að hann sé spenntur fyrir því að spila í ensku úrvalsdeildinni en Bayern München hefur einnig áhuga á að fá hann. Þýskir fjölmiðlar telja þó að áhugi Bæjara hafi eitthvað minnkað.

Bild segir að Liverpool telji Werner hinn fullkomna kost til að koma inn í sóknarlínu liðsins.
Athugasemdir
banner
banner
banner