Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   lau 13. febrúar 2021 09:40
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Viðtal
Birta Georgs: Er í þessu til að vinna - Á mikið inni
Birta á að baki 25 unglingalandsleiki.
Birta á að baki 25 unglingalandsleiki.
Mynd: Fótbolti.net - Einar Ásgeirsson
Þegar ég hugsa til baka skil ég ekki hvernig ég gat verið svona róleg þegar þetta gerðist.
Þegar ég hugsa til baka skil ég ekki hvernig ég gat verið svona róleg þegar þetta gerðist.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ég er virkilega þakklát fyrir tímann minn hjá FH, öðlaðist dýrmæta reynslu þar og eignaðist frábærar vinkonur
Ég er virkilega þakklát fyrir tímann minn hjá FH, öðlaðist dýrmæta reynslu þar og eignaðist frábærar vinkonur
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mér líst mjög vel á það að vera komin í Breiðablik og er spennt fyrir komandi tímum.
Mér líst mjög vel á það að vera komin í Breiðablik og er spennt fyrir komandi tímum.
Mynd: Breiðablik
Birta Georgsdóttir gekk í janúar í raðir Breiðabliks frá FH. Hún er átján ára sóknarmaður og var í síðasta úrtakshópi fyrir U19 ára landsliðið.

Birta er uppalin í Stjörnunni en hafði verið síðustu þrjú tímabil hjá FH. Fótbolti.net hafði samband við Birtu í vikunni og spurði hana út í skiptin og ýmislegt annað.

Byrjum þetta á Stjörnunni, þar ertu uppalin en fékkst einhvern veginn aldrei alvöru tækifæri hjá félaginu. Eru það vonbrigði eða vel skiljanlegt? Hvernig tilfinningar berðu til Stjörnunnar?

„Stjarnan er auðvitað uppeldisfélagið mitt og mér mun alltaf þykja vænt um það. Ég er bara fimmtán ára þegar ég fer fyrst til FH á láni og má segja að á þeim tíma hafi Stjarnan verið með frábært lið," sagði Birta.

„Ég fæ síðan tækfæri hjá FH tímabilið 2018 og mynda góð tengsl við félagið. Tengslin urðu til þess að ég spilaði sumarið 2019 í Lengjudeildinni með þeim og samdi við félagið eftir það tímabil."

Höldum þá yfir til FH, hvernig horfa þessi þrjú ár hjá FH við þér? Ertu sátt við þennan tíma?

„Ég er virkilega þakklát fyrir tímann minn hjá FH, öðlaðist dýrmæta reynslu þar og eignaðist frábærar vinkonur."

Var síðasta tímabil mikil vonbrigði? Ertu sátt við eigin frammistöðu síðasta sumar?

„Óneitanlega var síðasta tímabil mikil vonbrigði. Við vorum með gott lið og var markmiðið allan tímann að halda okkur upp í deildinni, sem tókst því miður ekki. Þegar ég horfi á síðasta tímabil er ég ágætlega sátt við mína eigin frammistöðu en ég veit að ég á miklu meira inni."

Þú mættir Stjörnunni með FH í úrslitaleik í 2. flokki síðasta sumar. Voru það mikil vonbrigði að klára ekki þann leik?

„Já, það er alveg hægt að segja það að voru mikil vonbrigði að klára ekki þann leik. Þarna keppti ég á móti uppeldisfélaginu mínu og öllum vinkonunum en maður er nú í þessu til að vinna."

Atvikið umtalaða, gegn Þrótti í fyrra, farðu aðeins yfir það mér hvernig þú upplifðir það. Breyttist skoðun þín eitthvað eftir að þú sást upptöku af atvikinu?

„Sko… ég vinn boltann í pressu og er komin ein á móti markmanni. Ég ætla fara framhjá henni en hún fer beint í lappirnar á mér, svo þetta var klárt víti. Eftir að ég horfi á upptökuna af atvikinu kemst ég áfram alltaf að sömu niðurstöðu og hún er víti."

Lokakaflinn 2019 þegar það leit út fyrir að þið væruð að gera allt sem þið gátuð til þess að komast ekki upp um deild í lokaumferðunum. Var mikið stress fyrir lokaleikinn gegn Aftureldingu sem varð að vinnast?

„Það var klárlega spenna og stress í hópnum enda mikið undir. Ótrúlegt hvernig við misstum flugið eftir svona gott gengi allt sumarið en þetta hófst að lokum."

Snúum okkur þá að Breiðabliki. Hvernig líst þér á að vera komin í Blika?

„Mér líst mjög vel á það að vera komin í Breiðablik og er spennt fyrir komandi tímum."

Þú komst til félagsins viku áður en Steini tekur við landsliðinu, kom það þér á óvart að hann tæki við landsliðinu? Hvernig líst þér á Vilhjálm sem þjálfara?

„Já, það er rétt, ég skrifaði undir viku áður en Steini tók við landsliðinu en ég get ekki sagt að það hafi komið mér mikið á óvart. Mér líst mjög vel á Villa og allt þjálfarteymið og ég er í geggjuðu umhverfi."

Hver eru markmið þín fyrir komandi tímabil?

„Ég er búin að setja mér markmið en ég ætla að fá að halda þeim fyrir mig."

Smá léttmeti að lokum. Þú sagðir frá því í 'hinni hliðinni' að leikmaður hefði tosað í hárið á þér þegar þú varst að sleppa í gegn. Hefuru oftar lent í því að togað sé í hárið á þér? Hver voru þín viðbrögð?

„Ég hafði hvorki lent í þessu áður né síðan! Þegar ég hugsa til baka skil ég ekki hvernig ég gat verið svona róleg þegar þetta gerðist. Hún fékk bara gult spjald og allir sáttir," sagði Birta að lokum.
Athugasemdir
banner
banner
banner