Barcelona vill Díaz frá Liverpool - Úlfarnir skoða markverði - City til í að hlusta á tilboð í Grealish
   lau 13. febrúar 2021 07:30
Aksentije Milisic
Solskjær til í að spila einn leik í útsláttarkeppni Evrópudeildarinnar
Mynd: Getty Images
Ole Gunnar Solskjær, stjóri Manchester United, hefur sagt að hann yrði glaður ef það yrði einungis spilaður einn leikur í hverri umferð í útsláttarkeppni Evrópudeildarinnar

United er á meðal þeirra liða sem hafa þurft að láta færa leikina sína vegna Covid-19 en liðið spilar útileikinn gegn Real Sociedad í Tórinó borg á heimavelli Juventus.

Á síðasta tímabili var einn leikur í útsláttarkeppninni en leikið var í Þýskalandi. Ole væri til í að gera það sama aftur á þessu tímabili.

„Það er erfitt að ferðast um Evrópu vegna faraldursins," sagði Solskjær.

„Það er ekki undir okkur komið að taka ákvörðun en liðið sem spilar heimaleikinn sinn á hlutlausum velli tapar að sjálfsögðu á því."

„Við getum ekki sagt að við séum að fara til Tórínó og spila einn leik. Ég væri samt til í það, að það væri bara einn leikur í hverri umferð. Þá værum við að fækka leikjunum."
Athugasemdir
banner
banner