þri 13. mars 2018 20:00
Hrafnkell Már Gunnarsson
Edin Dzeko: Chelsea vildi fá mig
Edin Dzeko leikmaður Roma.
Edin Dzeko leikmaður Roma.
Mynd: Getty Images
Edin Dzeko framherji Roma segist vera mjög sáttur að Chelsea vildi fá sig í janúarglugganum. Chelsea tókst næstum því að krækja í Dzeko en endaði þess í stað á að kaupa Olivier Giroud af Arsenal.

Sagt var að Englandsmeistarar Chelsea hafi komist að samkomulagi við Roma um kaupverð, en Dzeko, sem verður 32 ára í mars, hafi heimtað of langan samning.

„Ég er mjög hamingjusamur hjá Roma, ég er hættur að horfa á sögusagnir í fjölmiðlum. Stundum eru fréttirnar sannar en oftast eru þær aðeins gerðar til að láta fólk smella á þær. Chelsea gerði tilboð í mig, ég var mjög sáttur að heyra af því. Ég er samt leikmaður Roma í dag og er ánægður þar, sagði Edin Dzeko.

Dzeko varð fyrsti leikmaðurinn í sögunni að skora yfir 50 mörk í þremur af fimm stærstu deildum í Evrópu. Þessu afreki náði hann í 4-2 sigri Roma á Napoli fyrr í mánuðinum. Hin liðin sem Dzeko skoraði yfir 50 mörk eru Manchester City á Englandi og Wolfsburg í Þýsklandi.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner