Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   þri 13. mars 2018 10:00
Magnús Már Einarsson
Indriði bætist við séfræðingahópinn í Pepsi-mörkunum
Indriði Sigurðsson.
Indriði Sigurðsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Pepsi-mörkin á Stöð 2 sport hafa tilkynnt að fyrrum landsliðsmaðurinn Indriði Sigurðsson verði einn af sérfræðingunum í þáttunum í sumar.

Indriði átti farsælan feril í atvinnumennsku áður en hann sneri aftur heim í KR. Hann lagði skóna á hilluna í fyrra vegna meiðsla.

Í gær var tilkynnt að Freyr Alexandesson, landsliðsþjálfari kvenna, verður einn af sérfræðingum þáttarins.

Hörður Magnússon er áfram umsjónarmaður þáttarins en álitsgjafarnir verða sex talsins og verða kynntir í vikunni.

Boðaðar hafa verið að miklar breytingar verði á þættinum, meðal annars þegar kemur að grafík og leikgreiningum.

Þá munu leikmenn og þjálfarar koma í settið en Rúnar Kristinsson verður gestur í fyrsta þætti.

Athugasemdir
banner
banner
banner
banner